Veggspjaldtölvur

Ef þú ert með ákveðinn stað þar sem starfsmenn skrá sig inn til vinnu þá getur þú sett upp 10.1" spjaldtölvu sem er tengd við Curio Time. Skjárinn er alltaf í gangi og festist með veggfestingum með lás. Skjáir okkar eru frá Samsung með Wifi og 4G sim kortum sem tengimöguleika fyrir internetið.

Ótakmarkaðir notendur

Eilífðaráskrift okkar býður upp á ekkert mánaðargjald á pr. notenda.

Þú getur nú keypt þitt eigið tíma- og viðverukerfi.

Passar fyrir öll bókhaldskerfi

Kerfið sendir tímaskýrslur sjálfvirkt í lok launatímabils á valið netfang.
Þú getur einnig sótt tímaskýrslur starfsmanna hvenær sem er. Kerfið býr til bæði pdf skýrslur og Csv skrár fyrir excel eða önnur kerfi.

GPS tímaskráningarkerfi fyrir farsíma

Kerfið sendir leiðbeiningar á starfsmenn með leiðbeiningum um uppsetningu. Starfsmenn skrá sig inn og út með sínum persónulega farsíma.
Curio Time spyr um leyfi til að skrá inn Gps staðsetningu og skráir þá staðsetningu hans á korti ásamt IP tölu síma starfsmanns. Ef starfsmaður neitar að samþykja þá skráir kerfið ekki Gps staðsetningu starfsmanns.

Veikindadagar, orlof o.fl.

Tímaskráningarkerfið heldur utan um veikindadaga og tímaskráningu ásamt orlofi og launalausu fríi.
Hægt er að færa inn í skýrslur starfsmanna frá tölvu stjórnanda, símum eða spjaldtölvu. Hægt er að breyta hvað litir merkja sem eru merktir inn á skýrslu. Curio Time heldur utan um bæði árlegan dagafjölda fjarvista ásamt mánaðarlegum tímafjölda.

SMS áminningar

CurioTime getur sent SMS áminningar á farsíma starfsmanna td. til að minna á hvenær þeir eiga að mæta. Hentar vel vaktavinnu. Hægt er að senda áminningu langt fram í tímann (Verð 10 kr. pr. SMS) 1000 stk. SMS skilaboða eru innifalin í verði í Eilífðaráskrift og hægt að kaupa áfyllingu á netinu.

VERKLÝSING

Notendur geta skrifað verklýsingu við hverja innstimplun mörgum sinnum yfir daginn til að auðvelda utanumhald.
0
Meðalfjöldi starfsmanna
Meðafjöldi starfsmanna hjá þeim fyrirtækjum sem nota Curio Time er um 35 starfsmenn.

Reiknireglur

Ef þú ert með starfsmenn sem td. mæta á mismunandi tímum eða vinna skv. vaktplani þá getur þú bætt við reiknireglum sem þú setur sjálf/ur saman. Hægt er að stofna ótakmarkað magn af reiknireglum og setja saman vaktplön.

Samantekt

Ef starfsmenn þínir eru að vinna á mörgum stöðum yfir daginn þá getur þú dregið saman tíma fyrir ákveðið verk. td. allt fyrir verknúmer "1940" eða td. alla tíma sem hefur verið gerð á "Hringbraut 120" Þetta er gott þegar starfsmenn eru að vinna í mörgum verkefnum yfir mánuðinn og nauðsynlegt er að safna saman tímum starfsmanna fyrir reikningagerð.

Lagfæringar tímakorts

Þegar tímaskráning starfsmanns og innstimplun er breytt handvirkt, þá kemur blár grunnlitur á breytinguna. Starfsmaður getur ekki breytt innstimplun og útstimplun en hann getur breytt tíma sínum þ.e.a.s ef eigandi kerfis gefur honum leyfi til þess. Auðvelt er að fara yfir tímakort og lagfæra tímaskráningu með sjálfvirkri vistun.

GPS kort

Hægt er að smella á Gps kort sem sýnir staðsetningu allra starfsmanna á sama tíma og hvar þeir voru staddir þegar þeir stimpluðu sig inn. Hægt er að smella á GPS merkið birtist þá nafn starfsmanns og staðsetning hverju sinni.

Þitt eigið útlit á upphafsskjá

Auðvelt að stimpla sig inn og út með númeri að eigin vali. Mættir starfsmenn fyrirtækis eru sýnilegir á forsíðu. Þú getur sett merki fyrirtækis þíns og bakgrunn á aðalsíðu stimpilklukku.

Þjónusta og backup

Við tökum daglegt backup af þinni tímaskráningu.
Við hýsum sjálfir Curio Time í skýinu okkar.
Allar uppfærslur eru ókeypis.

Curio Time fær 5 stjörnur

Ummæli viðskiptavina sem nota Curio Time.

Svona er Curio Time

Baldvin BaldvinssonHönnuður Curio Time
Þegar við fórum af stað að hanna Curio Time var markmiðið að framleiða flotta veggstimpilklukku sem auðvelt væri að nota. Eftir 2 reynslurík ár þá ákváðum við að fara lengra með hönnunina. Við bjuggum til SMS kerfi til að auðvelda aðilum sem eru með mikinn fjölda fólks í vaktavinnu og einnig hönnuðum við GPS staðsetningarkerfi tengt farsímum til að auðvelda þeim sem eru með dreifða starfsemi að halda utan um tíma starfsmanna sinna. Okkur vitandi er ekkert kerfi sem er á markaðnum með ótakmarkaða notendur og engin mánaðargjöld. Eilífðaráskrift okkar er því fyrir þá sem eru þreyttir á að borga mánaðargjöld.
0%
Sparnaður

Einfaldaðu tímaskráningu og sparaðu pening!


Með því að nota GPS tímaskráningu þá getur þú sparað þann tíma sem starfsmenn geta skrifað á sig án þess að vera komnir til vinnu. Rannsóknir sýna að þau fyrirtæki sem láta starfsmenn sína skrifa daglegan tíma sinn í bækur glata a.m.k. að meðaltali um 10% af launakostnaði.
GPS tímaskráning sýnir nákvæmlega hvar starfsmaður var staðsettur þegar hann kom til vinnu við verkefni sitt. Ef þú ert með 10 starfsmenn, þá gætir þú sparað einn starfsmann, bara með því að nota Curio Time.

Ókeypis kynning

Ef þú ert með spurningar varðandi Curio Time eða vilt fá ókeypis kynningu á kerfinu - sendu okkur þá upplýsingar um þig hér.