Á orlofssíðu Curio Time er hægt að sjá staðfest orlof og orlofsbeiðnir allra starfsmanna raðað upp á einni síðu. Starfsmenn geta sent beiðni um orlof frá Curio App sem raðast upp á tímalínu inni í Curio Time, þar geta svo deildarstjórar eða verkstjórar síað út deild sína til að fara yfir hve margir eru í fríi á sama tíma og skipulagt fríið á einfaldan og þægilegan hátt.